Færsluflokkur: Lífstíll

Nýir félagar og fallnir.

Á hátíð sem haldin var í Golfskálanum á Seyðisfirði hinn 15. okbóber s.l. voru teknir inn í Lionsklúbb Seyðisfjarðar tveir nýir félagar þeir Unnar Sveinlaugsson og Árni Elísson. Á fundi fimmtudaginn 5. nóvember bættist síðan Andri Borgþórsson í félagahópinn. Tveir nýir félagar býða nú inntöku í klúbbinn. Þessi endurnýjun er ánægjuleg og nauðsynleg klúbbnum eftir sorglegt fráfall okkar ágætu félaga Guðjóns Óskarssonar og Hjálmars J. Níelssonar.


Viðurkenning. Sykursýkisvarnir.

Lkl. Seyðisfjarðar hlaut viðurkenningarskjal fyrir verkefni í sykursýkisvörnum. Klúbburinn stóð fyrir blóðsykurmælingu á alþjóðlega sykursýkisvarnardaginn 14. nóvember 2008 í samstarfi við heilbrigðisstofnunina á staðnum. Mælingin stóð yfir í 2 klst. og sáu heilsugæslulæknir og hjúkrunarfræðingur um mælinguna. Í þessu 700 manna samfélagi voru 106 einstaklingar mældir sem eru 15% af heildar íbúafjölda. Í kjölfarið var 5 manns vísað til læknis og reyndust 2 hafa sykursýki og komu niðurstöður flatt upp á viðkomandi. Þetta sýnir nauðsyn þess að fólk sem komið er yfir miðjan aldur láti framkvæma blóðsykurmælingu. Mælingin er sáraeinföld og gefur niðurstöðu samstundis. Í kjöfarið þarf að fara fram nákvæmari læknisrannsókn til að ákvörðunar á því hvort viðkomandi hafi haft tilfallandi háan blóðsykur eða hvort um sykursýki sé að ræða.

Svæðishátíð laugardaginn 18. apríl 2009

Laugardaginn 18. apríl n.k. verður svæðishátíð Lionsklúbba á Austurlandi haldin í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Undirbúningur er í fullum gangi og þykir rétt að koma á framfæri upplýsingum um helstu atriði er máli skipta. Eftirfarandi barst frá svæðisstjóra:

"Sælir.Nú líður senn að svæðishátíð og nauðsynlegt að fara að bretta upp ermarnar.

Hótel Aldan ætlar að elda ofan í okkur (Súpa-hlaðborð-eftirréttur og kaffi) verð pr mann 4.200. Sjá meðf viðhengi.

Talaði við formann áðan, ákveðið að húsið opni 19:30 og borðhald hefjist milli 20:00 og 20:30.

Formaður lagði til að Lárus yrði veislustjóri.

Formaður lagði einnig til að Ómar sjái um gerð söngbókar.

Brimberg bíður upp á kokteil í upphafi.

Aldan verður með vínveitingar.

Ég er búinn að hringja í alla klúbbana á svæðinu og fæ ég svar varðandi fjölda í síðasta lagi á miðvikudag. Skemmtinefnd kanni þátttöku á Seyðisfirði.

Adolf og Ómar ætla að sjá um músík.

Skemmtinefnd þarf að móta dagskrá og huga að skemmtiatriðum !!!!!

Skreyta þarf salinn og raða upp borðum, verð miðast við það að við sjáum um slíkt, þar kemur verkefnanefnd líka að málum, Þorvaldur!!! (athuga með fána og skraut).

 Með lions kveðju, 

Gunnar"

 

Hérna ættu því að liggja fyrir allar upplýsingar um skemmtunina og ekki seinna vænna þar sem skemmtunin verður næstkomandi laugardag.

 

Fjölmiðlafulltrúi.

 


Páskar 2009

Miðvikudaginn 8. apríl gengu Lionsmenn í hús í kaupstaðnum og seldu páskaliljur. Salan gekk mjög vel og tóku bæjarbúar vel á móti Lionsmönnum. Bestu þakkir fyrir móttökurnar.

Laugardaginn 11. apríl var síðan haldið hið árlega páskabingó Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Metþátttaka varð og giska menn á að allt að 300 manns hafi mætt. Góðir vinningar voru í boði og samkoman var auglýst m.a. með því að bera dreifimiða í hús og hafði það sitt að segja. Klúbburinn þakkar bæjarbúum og gestum þeirra kærlega fyrir þennan mikla stuðning. Öllum ágóða verður varið til góðgerðarmála.

Með bestu kveðjum,

Fjölmiðlafulltrúi.


Lionsmenn selja "Sólarkaffi" á Seyðisfirði um helgina 13-15. febrúar 2009.

LoL Hinn 18. febrúar 2009 er hið opinbera sólarkaffi Seyðfirðinga. Af því tilefni komu nokkrir félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar saman í gær laugardaginn 7. febrúar og undirbjuggu sölu hins rómaða Sólarkaffis, sem klúbburinn hefur aflað sér einkaleyfis á. Félagsmenn munu síðan ganga í hús um næstu helgi og selja "Sólarkaffi" sem sérstaklega er útbúið og framleitt fyrir klúbbinn. Pakkana seljum við á 1500 kr. tvo í kippu. Fyrir þá sem sem vilja kaupa meira magn er bent á Snorra Jónsson, en hann hefur haft veg og vanda að undirbúningi sölunnar þetta árið.  

 Öllum hugsanlegum ágóða af sölunni mun verða varið til kaupa á búnaði til sjúkrahússins á Seyðisfirði, en tími er kominn á að safna fyrir tækjabúnaði, sem gerir kleyft að senda gögn til greiningar á önnur sjúkrahús vítt og breytt um landið. Klúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti söluaðilum og vera duglegt að versla kaffið, enda bragðast kaffi sem keypt er í góðgerðarskyni mun betur en annað kaffi. W00t

Fjölmiðla ftr.


Nýtt myndaalbúm

Myndir frá jólaballi 2008 eru komnar á bloggið.

kv.

LB, fjölmiðlaftr. Gluggagæjar


Hversdaghetja Lkl. Seyðisfjarðar Snorri Jónsson. Lionsblað desember 2008.

Á vefslóðinni http://www.lions.is er hægt að nálgast Lionsblað desember mánaðar. Þar er m.a. sagt frá hversdagshetjum. Einn félagi okkar, Snorri Jónsson, er slík hetja. Við erum stolt af Snorra og hans framtaki. 

Jólatréssala Lionsklúbbsins Múla. Ferð Lionsklúbbs Seyðisfjarðar í "Múlalund".


Félagar í Lionsklúbbnum Múla verða á skógræktarsvæði sínu núna um helgina frá kl 11:00 og fram undir myrkur, að selja jólatré.

Um næstu helgi 20. eða 21. des munu félagar úr Lionsklúbbi Seyðisfjarðar sækja jólatré í lund Múlamanna, þeir sem áhuga hafa á að kaupa tré hafi samband við Jóhann Grétar 893-2783 eða Gunnar 894-4609.

 

 

Kv,

Gunnar

 

Erindi frá Guðrúnu B. Yngvadóttur umdæmisstjóra 109A um ljósmyndasamkeppni

Ágætu Lionsfélagar á Seyðisfirði

Mig langar til að minna ykkur á ljósmyndasamkeppni Lions, frestur til að senda inn myndir er til 15. jan.

Lions-ljósmyndarar

Lionsfélagar eru hvattir til að taka þátt í þessari alþjóðlegu ljósmyndasamkeppni Lions.
Klúbbar þurfa að velja mynd strax eftir jól, fresturinn rennur út um 15. janúar.

Alþjóðleg samkeppni Lions í náttúruljósmyndun "Lions Environmental Photo Contest".
Keppnismyndin þarf að vera frummynd, óbreytt, svart-hvít eða litmynd úr náttúrunni
- úr umhverfi klúbbsins.  Markmiðið með keppninni er að sýna fegurð náttúrunnar.
Dómnefndir beina sjónum sínum einkum að frumleika, listrænu og myndrænu gildi.


Lionsfélagar geta sent í einum af eftirfarandi fimm  flokkum:
Náttúrumynd (án fólks):
 -  Dýralíf
 -  Plöntulíf
 -  Landslag úr borg eða náttúru
 -  Veðurmynd - veðrabrigði
Sérstakt þema þessa árs er:
 -  Lions "Náttúru-kraftaverkamenn" (mynd sem
    sýnir Lionsfélaga sinna umhverfisverkefni).

Lionsklúbbur velur og sendir vinningsmynd klúbbsins til umdæmisins.
Myndin á að vera útprentuð:  8"x10" eða 20,3 x 25,4 cm.

Upplýsingar
Þeir sem hafa áhuga eða vilja fá nánari upplýsingar, geta haft samband við:
 -  Árna B. Hjaltason umhverfisfulltrúa 109A netfang: hafdisf@talnet.is eða
 -  Guðrúnu B. Yngvadóttur umdæmisstjóra 109A netfang:  gudrun@hraunfolk.net

Keppnismyndir
Klúbbar senda myndir á Lionsskrifstofuna Sóltúni 20, 105 Reykjavík, í umslagi merkt:
Samkeppni Lions í náttúruljósmyndun; merkið umslagið einnig með umdæmi klúbbsins, A eða B.
Í lokuðu umslagi með myndinni er skráð nafn Lionsklúbbs og ljósmyndara ásamt síma og netfangi.
 Myndin á að vera útprentuð, að stærðinni:  8"x10" eða 20,3 x 25,4 cm.

Lionskveðjur
Guðrún Björt Yngvadóttir umdæmisstjóri 109A
Árni Brynjólfur Hjaltason Umhverfisfulltrúi 109A


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband