10.10.2018 | 19:54
Jólatrésskemmtun 2018
Jólatrésskemmtun barna í Herðubreið verður haldinn laugardaginn 29. desember og hefst kl.15.00. Gert er ráð fyrir að skemmtunin standi í tvær klukkustundir eða til kl.17.00.
Að venju verður dansað í kring um jólatréð, sungið og svo koma jólasveinarnir úr Bjólfinum í heimsókn með gjafir í poka. Heitt verður á könnunni og svali handa börnunum. Þá verður boðið upp á meðlæti sem er innifalið í hógværum aðgangseyri að fjárhæð kr.500 fyrir börn sem náð hafa 2 ára aldri og fullorðna. Börn yngri en 2 ára fá frítt inn.
Lárus Bjarnason, form. skemmtinefndar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru Seyðfirðingar.
Nú líður að páskum og fyrir Lionsklúbb Seyðisfjarðar þýðir það jafnframt að þá er undirbúningur páskabingósins kominn á fullt skrið. Bingóið verður haldið laugardaginn 15. apríl laugardaginn fyrir páska skv. áratugagamalli hefð. Þetta bingó er stærsti einstaki viðburður Lionsklúbbsins. Bingóið hefst kl.16.00 og ég hvet bæjarbúa til að mæta og sekmmta sér vel um leið og þeir leggja sitt af mörkum til góðgerðarmálefna í bæjarfélaginu sínu.
Jón Halldór Guðmundsson, ritari
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2017 | 14:13
Sólarkaffissala 2017. Í Kjörbúðinni laugardaginn 18. febrúar frá 11-17.
Ágætu Seyðfirðingar. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar selur Sólarkaffi sitt í Kjörbúðinni á Seyðisfirði, á morgun laugardaginn 18. febrúar frá kl.11.00 til kl.17.00.
Sólarkaffið er selt í tvenns konar pakkningum:
1. Malað og brennt tveir pakkar saman á kr.2.000.-
2. Baunir (ómalað) 1kg á kr.4.000.-
Sólarkaffi kemur í skemmtilegum umbúðum og er kjörin tækifærisgjöf til vina og vandamanna.
Með Lionskveðju og þökk fyrir viðskiptin.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru Seyðfirðingar. Í dag föstudaginn 13. janúar 2017 verður simaskrá Lionsklúbbs Seyðisfjarðar til sölu í Kjörbúðinni á Seyðisfirði frá kl.16-18. Langt er um liðið síðan skráin kom út síðast og var tímabært að gefa hana út aftur með nýjum og breyttum símanúmerum. Símaskráin kostar kr.1.500.-
Lionsklúbburinn þakkar Seyðfirðingum stuðninginn á liðnum árum og óskar þeim öllum árs og friðar á nýju ári um leið og við hvetjum alla til að kaupa nýju símaskránna og styðja þannig við áframhaldandi starfsemi klúbbsins í þágu samfélags.
Fjölmiðlafulltrúi Lionsklúbbs Seyðisfjarðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2016 | 16:22
Jólatrésskemmtun barna og foreldra árið 2016
Árleg jólatrésskemmtun verður í Herðubreið þriðjudaginn 27. desember frá kl.16.00 til 18.00.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2015 | 18:16
Jólatrésskemmtun Lionsklúbbs Seyðisfjarðar fyrir Seyðfirsk börn og foreldra.
Jólatrésskemmtun Seyðisfjarðar |
Mánudagur, 14 Desember 2015 | |
Sunnudaginn 27. desember verður jólatréskemmtun Lions klukkan 15 í Herðubreið. Miðaverð kr. 500, en 2ja ára og yngri fá frítt. Sjáumst í jólaskapi, allir velkomnir. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar. |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2015 | 11:34
Fjölumdæmisþing Lions 2015 á Seyðisfirði.
Þá er komið að því. Lionsþing á Seyðisfirði dagana 15. og 16. maí 2015. Mikill og vandaður undirbúningur hefur staðið yfir í rúmt ár og á Gunnar Sverrisson allan heiður skilinn fyrir frábært starf. Þá hafa félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar og Lionsklúbbnum Múla á Egilsstöðum staðið sig frábærlega við að undirbúa þingið. Nú er að biða og sjá til hvernig til tekst. Lokaverk og innansleikjur standa yfir. Set hér inn videomynd til upplýsingar og fróðleiks um eitt af verkefnum LKL Seyðisfjarðar, en Snorri Jónsson sem hér sést hefur einnig lagt gjörva hönd á plóg við undirbúning þingsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2014 | 15:34
Endurnýjun á teppum í Herðubreið.
Í tengslum við komandi Fjölumdæmisþing Lions á Íslandi á vori komandi mun Lionsklúbbur Seyðisfjarðar endurnýja teppin sem notuðu eru í íþróttahúsinu. Áætlaður kostnaður er kr.500.000.- Þeir sem vilja styrkja málefnið geta lagt inn á reikning verkefnasjóðs Lionsklúbbs Seyðisfjarðar í Landsbankanum á Seyðisfirði. Bankanúmerið er 0176-26-3675, kt.470483-0249. Gott er að merkja framlög með orðinu "TEPPI".
Ef allt gengur eftir munu nýju teppin verða prufukeyrð á Þorrablóti Seyðfirðinga 2015.
Lárus Bjarnason, ritari.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2014 | 14:39
Jólaballið verður í Herðubreið 27. desember nk. kl 15.00
HÓ, Hó, Hó !!!!!!!
Jæja krakkar þá er komið að því.
Jólaballið verður haldið í Herðubreið laugardaginn 27. desember kl.15.00.
Nú verðið þið að vera dugleg að segja mömmu og pabba að þau verði að mæta með ykkur á jólaballið til að hitta jólasveinana, fá sér kaffi og kökur og dansa í kringum jólatréð.
Með bestu kveðjum til foreldra ykkar,
Grýla og Leppalúði
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar