Nýtt starfsár hafið.

Nýtt starfsár er hafið af fullum krafti. Hinn 22. september s.l. mættu 10 félagar úr klúbbnum á námskeið vegna dómarstarfa á Íslandsmóti í Boccia sem haldið verður á Seyðisfirði í oktober byrjun. Árið framundan er annasamt þar sem hér verður haldið fjölumdæmisþing vorið 2015. Meira um það síðar.

Hérna kemur "uppistand" Þorvaldar.

Heimsókn til þáverandi formannsfrúar.

Inntökuathöfn á fundi 20. mars 2014. Þrír nýir félagar.

Á fundi sem haldinn var í Sæbóli, húsi Björgunarsveitarinnar Ísólfs, í gærkvöldi fimmtudaginn 20. mars 2014 voru þrír nýir félagar teknir inn í klúbbinn. Klúbburinn fagnar nýjum félögum og býður þá velkomna til starfa. Á myndinni eru frá vinstri: Jóhanna Thorsteinsson, Ingibjörg Svanbergsdóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson nýir félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Þá Gunnar Sverrisson ekki svo nýr af nálinni en hann stjórnaði inntökuathöfninni af alkunnri snilld.IMG_3600

Breytingar á félagatali. Nýr félagi sem mun halda merki Lionshreyfingarinnar á lofti.

Nokkrir félagar hafa horfið á braut úr klúbbnum. Ýmist hafa þeir flutt á brott eða mæðst á starfinu og horfið á aðrar veiðilendur. Mikil eftirsjá er af þessum góðu félögum hver svo sem ástæða brotthvarfs þeirra úr klúbbnum hefur verið. Klúbburinn hefur af því tilefni ráðið hinn geysiöfluga Lionsmann Lúðvík J. Sunbean frá Brasilíu til að vera sér innan handar við undirbúning og stjórnun Fjölumdæmisþings Lions sem haldið verður á Austurlandi vorið 2015. Eins og allir vita eiga klúbbarnir á Austurlandi margir hverjir merkisafmæli á árinu 2015. Skipuð hefur verið nefnd til að sjá um og annast allan undirbúning en skemmtidagskrá mun að einhverju leiti verða á ábyrgð Lúlla Lionsmanns, sem af sinni alkunnu málsnilld mun sjá um túlkanir á þinginu á hin ýmsustu viðurkenndu tungumál mannkyns. Ein helsta sérgrein Lúðvíks J. er táknmálstúlkun eins og frægt er orðið. Má búast við að hann annist kynningar af ýmsum toga, t.a.m. á matseðli í lokahófi og svo má lengi telja. Erlendir gestir þingsins munu einnig njóta góðs af kunnáttu og samskiptavísi Lúlla. Klúbbar eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að efla starfandann með því að nota þingið sem árshátíð fyrir sinn klúbb. Það er fallegt á Austurlandi og margt má sér til gamans gera ef menn hafa ekki húmor fyrir Lúlla. Meira þegar nær dregur  en spennan byggist upp. Það verður dúndurstuð á Seyðisfirði vorið 2015.

Jólaball 2013. Geðveikt jólaball með óðum jólasveinum.

Jólin 2013 voru geðveik. Nú verður haldið geggjað jólaball í Herðubreið á Seyðisfirði sunnudaginn 29. desember nk. frá kl.15.00 til kl.17.00. Krakkar gleymið ekki gamlingjunum heima. Eitthvað fyrir alla. Pönnsurnar hans Rúnars Lofts svíkja engan. Jólasveinarnir úr Bjólfinum koma og sanna í eitt skipti fyrir öll að jólasveinninn er íslenskur. Látið sjá ykkur.


Árni Brynjólfur Hjaltason umdæmisstjóri heimsækir klúbbinn 7. nóvember 2013

Í gær fimmtudaginn 7. nóvember nutum við þeirrar ánægju að fá í heimsókn í klúbbinn okkar umdæmisstjóra 109A Árna Brynjólf Hjaltason. Hann kynnti hugðarefni sín og stefnumál. Fundurinn var að venju fjörugur og virkilega gaman að fá Árna Brynjólf til okkar. Hann afhenti m.a. viðurkenningar fyrir starfsaldur í hreyfingunni og fylgja hér nokkrar myndir til gamans. 2013-11-07 20.26.462013-11-07 20.28.39 (1)5333_50afa35cdc0c92013-11-07 20.27.47

Nýtt starfsár að hefjast.

Kæru félagar. Nú hefst senn starfsárið 2013-2014. Ný stjórn tekur við og hennar bíða mörg og skemmtileg verkefni. Að mörgu er að hyggja og mun aðalkröftum okkar á starfsárinu væntanlega varið til undirbúnings Fjölumdæmisþings sem haldið mun verða hér fyrir austan árið 2015. Þá er að bretta upp ermar og vera duglegir að mæta á fundi og í verkefni. Bretta upp ermar og taka á því. Félagar eru hvattir til að vera duglegir að setja færslur hérna inn á vefinn og eins að skrifa í Lionsblaðið.

Færsla vors háæruverðuga formanns af Andlitsbókinni.

Nú líður að lokum starfsársins hjá Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Nú í maí munum við dreifa Símaskrá Lionsklúbbs Seyðisfjarðar meðal bæjarbúa og eru nú um 3 ár sem slík græja var gefin síðast út. Við munum einnig halda hátíðarfund eða loka fund með léttri grillsveflu í Golfskálanum á föstudaginn kemur. Í júlí verða unglingabúðir Lions á Brúarási haldnar af Lionsklúbbunum á Austurlandi. Búðirnar eru helgaðar þvi að kynna þessu fólki sem kemur víða að náttúru og listir á svæðinu. Að lokum er þess að geta að á laugardaginn var Seyðisfjörður valinn til að taka á móti Lionsþinginu 2015. Þessi klúbbur fær verðugt viðfangsefni til að fást við á 50 ára afmælisárinu.

Staðarborg í Breiðdal. Svæðisskemmtun. Göngum göngum ganga.

IMG_2580Lionsmenn á Austurlandi munu koma saman í Staðarborg í Breiðdal í kvöld föstudaginn 19. apríl og gera sér glaðan dag. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar mun fara í 14 manna langferðabíl frá Ferðaþjónustu Austurlands og leggja upp frá Félagsheimilinu Herðubreið kl.17.30 nokkuð stundvíslega ef allir mæta á réttum tíma. Strikið mun verða tekið yfir Fjarðarheiði sem nú er fær og þykir tíðindum sæta en veður er með besta móti og er allt eins gert ráð fyrir að þeir Lionskallar komist heim aftur aðfararnótt laugardagsins 20. apríl, sem er eins gott því margir hverjir þeirra þurfa að komast á lappir snemma á sunnudagsmorgni (sem reyndar er all nokkru síðar) eigi síðar en um hádegisbil sunnudaginn 21. apríl næstan komandi til að taka þátt í göngum göngum göngu frá hinni sömu Herðubreið og áleiðist til Egilsstaða eða svo langt sem menn treysta sér. Í þeirri hinni nefndu göngu getur reynt á ýmsa hæfleika m.a. listræna því gert er ráð fyrir að uppi verði hafði gjörningar og fleira gaman. Tilgangurinn er að vekja athygli á baráttu fyrir jarðgöngum á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða og er í leiðinni notað tækifærið og vakin athygli á 100 ára afmæli íþróttafélagsins Hugins á Seyðisfirði. Geta má þess að íþróttafélagið Höttur hefur boðað til sams konar göngu frá Selskógi upp í Norðurbrún Fjarðarheiðar til að samgleðjast nú Huginsmönnum og leggja áherslu á að þeir þurfa líka á (jarð)göngum að halda til að komast nær nafla alheimsins sem að fróðra manna mati er staðsettur á Seyðisfirði.

Varafjölmiðlaftr. Lionsklúbbs Seyðisfjarðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband