Vífill Friðþjófsson 70 ára

Á morgun mánudaginn 14. maí 2012 verður sá merkisatburður að félagi okkar Vífill Friðþjófsson verður 70 ára gamall. Af því tilefni vill Lionsklúbbur Seyðisfjarðar árna honum allra heilla á þessum merku tímamótum jafnframt því þakka honum samferðina fram að þessu.

Vífill hefur um árabil verið einn ötulasti félagi okkar og mætt á alla fundi á meðan heilsan leyfði. Hann lagði mikið á sig til að mæta á fundi í klúbbnum jafnvel lengi eftir að heilsan var hætt að leyfa en hugurinn stóð til að vera með okkur félögunum. Hann var þá jafnan hrókur alls fagnaðar og létti mönnum lund með skemmtilegum innskotum og athugasemdum. Mætti margur maðurinn taka hann sér til fyrirmyndar hvað varðar létta lund þrátt fyrir erfiða tíma hin síðari ár.

Ítrekum við svo árnaðaróskir til afmælisbarnsins og vonum að hann eigi ánægjulegan afmælisdag.

Með bestu kveðjum,

f.h. Lionsklúbbs Seyðisfjarðar

Lárus Bjarnason, form. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband