Færsluflokkur: Lífstíll

Jólahlaðborð. Viðbótarupplýsingar.

Mæting á Hótel Öldunni er kl.19.30 á laugardaginn 11. des. n.k.

Gjald er kr. 6.500. á manninn og er fordrykkur innifalinn.

Matseðill:

Forréttir:

Rjómalöguð villibráðar súpa, síld, graflax, reyktur lax, villibráðarpaté, ceviche hrámarinerað sjávarfang, grafinn og reyktur nautavöðvi, köld skinka, brauð og tilhreyandi sósur.

Aðalréttur:

Svínapurusteik, Hreindýrasteik, kalkún.

Meðlæti:

Sykurbrúnaðar kartöflur, sætar kartöflur með beikoni og timian, eplasalat, heimalagað rauðkál, chilli maís, sýrt og sinnepmarinerað grænmeti, rauðvínssósa, sveppasósa ofl.

Eftirréttur:

Ris a´lamande, créme caramel, súkkulaði kaka, eplagóðgæti. InLove


Jólahlaðborð 2010 verður á Hótel Öldunni þann 11. desember.

Lionsklúbburinn ákvað að styðja við fyrirtæki innan bæjarins og sækja jólahlaðborð til Hótel Öldunnar að þessu sinni. Þátttaka er í meðallagi og mætti vera betri og er hér með skorað á félagana að spíta í lófana og mæta á hlaðborðið næstkomandi laugardag um kl.19.00. Reiknað er með að einhverjir fái sér fordrykk og njóti lífsins makindalega enda komið að því að taka lífinu með ró er nálgast tekur jól. Matseðilinn má sjá inni á SFK.is en þar auglýsir Hótelið jólahlaðborðið sitt. Bent er á að opið er fyrir hópa þetta kvöld og borðapantanir eru á hótelinu.

Formaður skemmtinefndar. 


Nýjar myndir

Vorum að setja inn nýjar myndir í albúm á heimasíðunni sem heitir því skemmtilega og frumlega nafni, Ýmsar myndir, starfsárið 2010/2011. 

Þarna má sjá myndir frá góðri heimsókn sem við fengum þann 21. október þegar Kristín Þorfinnsdóttir, Umdæmisstjóri 109 A og eiginmaður hennar Kristinn Pálsson sóttu okkur heim.  

Einnig hefur albúmið að geyma myndir frá því þegar Guðni Sigmundsson og Kristinn Valdimarsson gengu til liðs við okkur Lionsmenn þann 16. nóvember.  Það er mikill fengur af þeim félögum enda má sjá á einni myndinni ef vel er í hana rýnt, mikinn vellíðunar- og velþóknunarsvip formannsins þegar Gunnar nokkur Sverrisson les þeim pistilinn. 


Helstu verkefni á starfsárinu 2010-2011

Fyrir áramót:

Bocciaæfingar á hverjum laugardegi kl.12.00

Jóla-Makakvöld: Ath. í skoðun að hópast á jólahlaðborð bæjarins.

Jólatréssala

Jólatrésskemmtun barna (í skoðun að hafa ballið á annan í jólum 26. desember)

Bocciamót

Eftir áramót:

Sólarkaffi (kaffisala)

Blómasala fyrir páska

Páskabingó

Blómasala fyrir sjómannadaginn

Vorfagnaður (sameiginlega með Lionsklúbbnum Múla ef næg þátttaka næst).


Uppfærsla á félagatali og embættum.

Félagatal hefur verið uppfært. Stjórn klúbbsins er þannig skipuð:

1. Formaður: Jóhann Grétar Einarsson

2. Ritari: Þorvaldur Jóhannsson

3. Gjaldkeri: Óla B. Magnúsdóttir

4. Stallari: Rúnar Loftur Sveinsson

5. Siðameistari: Gunnar Sverrisson

Varastjórn:

1. Varaformaður: Lárus Bjarnason

2. Vararitari: Árni Elísson

3. Varagjaldkeri: Unnar I. Jósepsson

Formenn einstakra nefnda:

Skemmtinefnd: Lárus Bjarnson

Fjáröflunar og Verkefnanefnd: Ómar Bogason

Félaganefnd: Snorri Jónsson

Annað:

Bocciafulltrúi: Sigurður Valdimarsson

GMT. Fulltrúi: Gunnar Sverrisson

Rauðu fjaðrar ftr: Snorri Jónsson

Sjónverndarfulltrúi: Gunnar Sverrisson

Ræsir: Jóhann Grétar Einarsson

Fjölmiðlafulltrúi: Lárus Bjarnason


Fundur 4. nóvember 2010. Áskorun um að mæta á fund í Herðubreið föstudaginn 5. nóvember kl.20.00 til að styrkja baráttu fyrir áframhaldandi heilsugæslu á Seyðisfirði

Fundur haldinn í Öldutúni fimmtudaginn 4. nóvember 2010. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hefðbundin dagskrá. Meðal annars rætt um kaup á röntgentæki. Slíkt tæki kostar yfir 6 milljónir króna. Verkefni unnið í samvinnu við Hollvinasamtök sjúkrahússins á Seyðisfirði. Fundur annað kvöld 5. nóvember í Félagsheimilinu Herðubreið þar sem m.a. mun verða staðinn vörður um Sjúkrahúsið á Seyðisfirði, en kaupin á röntgentækinu er einmitt liður í því að halda stöðu geislafræðings á Seyðisfirði. Flest öll sjúkrahús á landinu eiga slík tæki og eru þau talin nauðsynleg í nútíma heilsugæslu. Fundurinn hinn 5. nóv. er m.a. haldinn í fjáröflunarskyni vegna þessara tækjakaupa og er hér með skorað á alla bæjarbúa og aðra sem staddir verða á Seyðisfirði föstudagskvöldið 5. nóvember að mæta á fundinn og sýns samstöðu með varnarbaráttu fyrir tilveru sjúkrahússins á Seyðisfirði.

Heimsókn umdæmisstjóra 109 A

Fundur var haldinn í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar fimmtudaginn 21. október s.l.  Umdæmisstjóri 109A Kristín Þorfinnsdóttir frá Lionsklúbbnum Emblu á Selfossi heiðraði okkur með heimsókn sinni.  Formaður setti fundinn og gaf umdæmisstjóra orðið. Umdæmisstjóri flutti svo stórskemmtilegt og fróðlegt erindi þar sem hún kynnti sig og sitt embætti. Þá kynnti hún ýmis stefnumál Lionshreyfingarinnar og hvatti okkur til áframhaldandi góðra verka. Var gerður góður rómur að tölu hennar og henni klappað lof í lófa.  Önnur efni voru ekki á dagskrá fyrir utan að Adólf Guðmunsson skilaði af sér annálabókinni góðu. Hann var búinn að hafa hana á skrifborðinu sínu í hálft annað ár. Var því annállinn að vonum nokkuð langur. Adólfi mæltist vel og var í kjölfarið ákveðið að annálabókin myndi eftirleiðis ganga manna á millum (tekið upp eftir Össuri Skarphéðinssyni) eftir stafrófsröð. Er þetta væntanlega gert til að bókin lendi sjaldnar í höndum Adólfs. Fundi var slitið kl.20.15 eða þar um bil. Eftir sátu kokkurinn Sigurður Valdimarsson, sem hafði galdrað fram jólamat og tveir ónafngreindir uppvaskarar honum til aðstoðar. Næst á dagskrá þessarar heimasíðu er að uppfæra félagatal og leiðrétta embættismannatal en það bíður gleggri ákvörðunar stjórnar en nú liggur fyrir.                             


Fyrsti fundur á nýju starfsári 2010-2011.

Þá er hafið nýtt starfsár. Fyrsti fundur var haldinn fimmtudaginn 16. september á venjulegum fundartíma kl.19.00 í Öldutúni Seyiðsfirði. Formaður Grétar Jóhann Einarsson setti fundinn sem var mjög vel sóttur. Fráfarandi gjaldkeri klúbbsins Rúnar S. Reynisson gerði grein fyrir reikningum og lagði fram ársreikning 2009-2010. Þá fóru fram venjuleg fundarstörf og að endingu fóru menn með gamanmál. Nokkur erindi voru afgreidd á fundinum. Starfsárið verður væntanlega með hefðbundnum hætti með nokkrum óvæntum uppákomum. Lagðar voru línur fyrir næstu fundi og ráðnir uppvaskarar með Sigurði Valdimarssyni hinum frábæra kokki klúbbsins sem enn um sinn mun gefa sig í að malla ofan í okkur.

Slútt 20. maí 2010 í boði Valda kalda og Ómars orðheppna

Í gær fimmtudaginn 20. maí var haldið slútt Lionsklúbbs Seyðisfjarðar með miklum stæl í boði fráfarandi skemmtinefndar. Formaður skemmtinefndar Þorvaldur Jóhannsson og varaformaður Ómar Bogason brugðust ekki frekar en fyrri daginn í uppákomum og undarlegheitum. Félagarnir hittust kl.18.30 fyrir utan félagsheimilið Herðubreið og var haldið þaðan í rútu í óvissuferð. Var ekið um bæinn og eiginkonur Lionsmanna heimsóttar. Formaður skemmtinefndar hafði forsögu og kynnti konunum erindi vort sem var að þakka þeim fyrir þolinmæðina og umburðarlyndið gagnvart okkkur félögunum og ektamökunum löngum stundum. Síðan var ummað í fjórtakti undir stjórn formannsins og tónað orðið "Mammmmma" í restina nokkrum sinnum á meðan ektamakinn fór með Sofðu unga ástin mín nema hvað síðasta hendingin endaði með orðunum:".........þú skalt ekki vaka eftir mér um langar nætur." Að þessu loknu var ekið að Hótel Öldunni þar sem var snæddur kvöldverður. Skemmtidagskrá var í boði þeirra Valda og Omars auk þess sem haldinn var hefðbundinn fundur inn á milli. Alvöru formaðurinn heiðraði nokkra félaga með PPAW orðum en rúsínan í pylsuendanum var þegar hann afhenti Gunnari Sverrissyni Melvin Jones skjöld. Var sú tilnefning löngu tímabær, enda leitun að öðrum eins Lionsmanni og Gunnari. Óskum við honum hjartanlega til hamingju með heiðurinn. Að lokum var spjallað yfir einum léttum öl og fundi slitið rétt um kl.22.00 og allir fóru mjög ánægðir heim. 


Fundur 15. apríl 2010. Vilbergur Sveinbjörnsson gerður að Melvin Jones-félaga

Að venju var haldinn fundur í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar fyrr í kvöld fimmtudaginn 15. apríl 2010. Var tækifærið notað til að heiðra Vilberg Sveinbjörnsson, sem er einn af stofnfélögum klúbbsins og gera hann að Melvin-Jones félaga. Vilbergur er vel að heiðrinum kominn og óskar klúbburinn honum hjartanlega til hamingju. Sjá myndir frá afhendingu Melvin Jonesskjaldarins.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband