Færsluflokkur: Lífstíll
21.3.2013 | 21:54
Páskabingó laugardaginn 30. mars kl.17.00.
Á stjórnarfundi fyrr í dag var ákveðið að páskapingó Lionsklúbbs Seyðisfjarðar verði haldið í bíósalnum í Herðubreið laugardaginn 30. mars n.k. kl.17.00.
Verð á bingóspjaldi er kr.1.000.- Hægt að greiða með debet og kreditkortum.
Veglegir vinningar að venju.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2013 | 17:04
Páskar. Bingó.
Senn líður að páskum. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar heldur sittt árlega páskabingó. Seyðfirðingar, nærsveitamenn og gestir geri sig klár fyrir hið margrómaða páskabingó. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Verður Valdi einvaldur?
Verður aðalvinningur margfaldur?
Verður Galdur á milli leikja?
Mætir Stekkjastaur?
Hver veit? Enginn sem ekki mætir.
Fjölmennum því á páskabingó Lionsklúbbs Seyðsifjarðar.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2013 | 08:44
Myndband um starf klúbbsins. Sólarkaffi.
Þar sem sólarkaffis-sala klúbbsins hefur vakið athygli út fyrir landssteinana var ákveðið að fylgjast með sölunni í ár og gera lítils háttar kynningarmyndband um upphaf og ástæður þess að klúbburinn aflaði sér einkaleyfis á nafinu Sólarkaffi og tók að selja það í sérmektum pakkningum undir því nafni. Þar sem illa hefur gengið að sýna myndbandið í klúbbnum vegna tíðra ferða undirritaðs til Reyjavíkur og annarra óviðráðanlegra ástæðna var ákveðið að setja myndbandið inn á Youtube.com. Klúbburinn biðst velvirðingar á því að þetta er allt mjög í stíl viðvaninga enda ekki til annars gert en að kynna sólarkaffið og að hluta til til gamans.
Virðingarfyllst,
Lárus Bjarnason, aðstoðar fjölmiðlafulltrúi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2012 | 11:04
Heimsókn umdæmisstjóra 109A
Í gær fimmtudaginn 4. október heimsótti Guðmundur Helgi Gunnarsson Umdæmisstjóri 109a Lionsklúbb Seyðisfjarðar ásamt eiginkonu sinni Hrund Hjaltadóttur. Þá var gestur á fundinum Hjálmar Árnason frá Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri. Heimsóknin var með hefðbundnu sniði. Teknar voru myndir á fundinum og eru þær í albúmi á blogginu fyrir þá sem vilja skoða þær.
LB síðustjóri.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2012 | 12:19
Erindi frá Jóni Halldóri Guðmundssyni formanni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 18:38
Vetrarstarfið hafið. Fyrsti fundur var haldinn s.l. fimmtudag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 12:56
Í lok starfsársins 2011-2012
Hinn 26. maí lauk starfsári Lionsklúbbsins á Seyðisfirði með því að haldið var Vorgrill í Sæbóli. Fyrr um daginn höfðu félagar málað Vélsmiðjuhúsið ásamt Pétri Kristjánssyni forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands. Alcoafjarðaál lagði til fjármuni til kaupa á málningu ásamt fleirum. Hátíðin tókst í alla staði vel. Mæting var í góðu meðallagi og var hlustað á Evróvision á milli atriða sem klúbbfélagar komu með sjálfir. Sem sagt hin besta skemmtun.
Nú í kjölfarið verður unnin ársskýrsla til að skila Lionshreyfingunni á Íslandi. Ýmis verk voru unnin á starfsárinu, gjafir gefnar og hugað að innri málum klúbbsins sem munu tíunduð í skýrslunni.
Fráfarandi formaður vill koma þakklæti á framfæri við meðstjórnendur sína sem og alla meðlimi klúbbsins og nota þennan vettvang til þess.
Kærar þakkir fyrir mig.
Fráfarandi form.
Lárus Bjarnason.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 17:34
Vífill Friðþjófsson 70 ára
Á morgun mánudaginn 14. maí 2012 verður sá merkisatburður að félagi okkar Vífill Friðþjófsson verður 70 ára gamall. Af því tilefni vill Lionsklúbbur Seyðisfjarðar árna honum allra heilla á þessum merku tímamótum jafnframt því þakka honum samferðina fram að þessu.
Vífill hefur um árabil verið einn ötulasti félagi okkar og mætt á alla fundi á meðan heilsan leyfði. Hann lagði mikið á sig til að mæta á fundi í klúbbnum jafnvel lengi eftir að heilsan var hætt að leyfa en hugurinn stóð til að vera með okkur félögunum. Hann var þá jafnan hrókur alls fagnaðar og létti mönnum lund með skemmtilegum innskotum og athugasemdum. Mætti margur maðurinn taka hann sér til fyrirmyndar hvað varðar létta lund þrátt fyrir erfiða tíma hin síðari ár.
Ítrekum við svo árnaðaróskir til afmælisbarnsins og vonum að hann eigi ánægjulegan afmælisdag.
Með bestu kveðjum,
f.h. Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
Lárus Bjarnason, form.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið árlega páskabingó Lionsklúbbs Seyðisfjarðar mun fara fram að venju laugardaginn 7. apríl í Bíósalnum í Herðubreið og hefst kl.16.00. Veglegir vinningar. Verð á bingóspjaldi er kr. 1.000.- og leiðréttist hér með auglýsing sem birtist í Fréttaskjánum hvað þetta varðar en þar var spjaldið sagt kosta 1.500.- og byggðist á misskilningi.
Lárus Bjarnason, form.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar