Erindi frá Jóni Halldóri Guðmundssyni formanni.

Fyrsti fundur starfsársins var haldinn 19. september. Á fundinum, sem var fyrsti fundur nýrrar stjórnar, var tikynnt um kjör nokkurra embættismanna. Stallari verður Rúnar Loftur og Gunnar Sverrisson verður siðameistari. Helgi Haraldsson verður fjölmiðlafulltrúi og Jóhann Grétar Einarsson ræsir. Ómar Bogason verður ljósmyndari og Sigurður Einar Valdimarsson verður veitingastjóri. Lárus Bjarnason væri góður vefsstjóri, ef hann á tök á og Snorri Jónsson hefur verið beðinn um að vera umhverfisfulltrúi, en hann er einnig forvarnarfulltrúi okkar. Skipun í aðalnefndir er ekki lokið og einnig verður ný varastjórn kynnt síðar. Farið var yfir ýmsar almennar styrkbeiðnir sem borist hafa frá Lionsumdæminu og voru þær ekki afgreiddar á jávæðan hátt að sinni. Ákveðið var að styðja tvíburaklúbb okkar í Kathmandú í þeirra verkefni sem felst í brúargerð. Upphæðin 250 evrur var samþykkt sem okkar framlag. Þá var ákveðið að kaupa litabækur handa 3ja bekk í umdæmi klúbbsins, en þær litabækur vekja börnin til vitundar um brunavarnarmál. Að lokum var annáll Þorvaldar lesinn, en annállinn er nokkuð gamall og ber efni hans þess glöggt vitni. Fjárhagsstaða klúbbsins var kynnt lauslega og félagar minntir á að gera skil á skuldum félagsgjalda hið fyrsta.
Kokkur kvöldsins var Kári Gunnlaugsson og í matinn var lamb med tilbehör.
Að síðustu þetta:
Stjórn klúbbsins er að skoða dagskrá vetrarins og viljum auk almennra funda hafa einnig fundi sem felast í einhvers konar tilbreytingu. Hugmyndir þar um eru velþegnar og um hvað sem er annað sem betur má fara í starfi klúbbsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband