Páskabingó laugardaginn 30. mars kl.17.00.

Á stjórnarfundi fyrr í dag var ákveðið að páskapingó Lionsklúbbs Seyðisfjarðar verði haldið í bíósalnum í Herðubreið laugardaginn 30. mars n.k. kl.17.00.

Verð á bingóspjaldi er kr.1.000.- Hægt að greiða með debet og kreditkortum.

Veglegir vinningar að venju.

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.


Páskar. Bingó.

Senn líður að páskum. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar heldur sittt árlega páskabingó. Seyðfirðingar, nærsveitamenn og gestir geri sig klár fyrir hið margrómaða páskabingó. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Verður Valdi einvaldur?

Verður aðalvinningur margfaldur?

Verður Galdur á milli leikja?

Mætir Stekkjastaur?

Hver veit? Enginn sem ekki mætir.

Fjölmennum því á páskabingó Lionsklúbbs Seyðsifjarðar.

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.


Myndband um starf klúbbsins. Sólarkaffi.

Þar sem sólarkaffis-sala klúbbsins hefur vakið athygli út fyrir landssteinana var ákveðið að fylgjast með sölunni í ár og gera lítils háttar kynningarmyndband um upphaf og ástæður þess að klúbburinn aflaði sér einkaleyfis á nafinu Sólarkaffi og tók að selja það í sérmektum pakkningum undir því nafni. Þar sem illa hefur gengið að sýna myndbandið í klúbbnum vegna tíðra ferða undirritaðs til Reyjavíkur og annarra óviðráðanlegra ástæðna var ákveðið að setja myndbandið inn á Youtube.com.  Klúbburinn biðst velvirðingar á því að þetta er allt mjög í stíl viðvaninga enda ekki til annars gert en að kynna sólarkaffið og að hluta til til gamans.

Virðingarfyllst,

Lárus Bjarnason, aðstoðar fjölmiðlafulltrúi.


Heimsókn umdæmisstjóra 109A

Í gær fimmtudaginn 4. október heimsótti Guðmundur Helgi Gunnarsson Umdæmisstjóri 109a Lionsklúbb Seyðisfjarðar ásamt eiginkonu sinni Hrund Hjaltadóttur. Þá var gestur á fundinum Hjálmar Árnason frá Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri. Heimsóknin var með hefðbundnu sniði. Teknar voru myndir á fundinum og eru þær í albúmi á blogginu fyrir þá sem vilja skoða þær.

LB síðustjóri.  


Erindi frá Jóni Halldóri Guðmundssyni formanni.

Fyrsti fundur starfsársins var haldinn 19. september. Á fundinum, sem var fyrsti fundur nýrrar stjórnar, var tikynnt um kjör nokkurra embættismanna. Stallari verður Rúnar Loftur og Gunnar Sverrisson verður siðameistari. Helgi Haraldsson verður fjölmiðlafulltrúi og Jóhann Grétar Einarsson ræsir. Ómar Bogason verður ljósmyndari og Sigurður Einar Valdimarsson verður veitingastjóri. Lárus Bjarnason væri góður vefsstjóri, ef hann á tök á og Snorri Jónsson hefur verið beðinn um að vera umhverfisfulltrúi, en hann er einnig forvarnarfulltrúi okkar. Skipun í aðalnefndir er ekki lokið og einnig verður ný varastjórn kynnt síðar. Farið var yfir ýmsar almennar styrkbeiðnir sem borist hafa frá Lionsumdæminu og voru þær ekki afgreiddar á jávæðan hátt að sinni. Ákveðið var að styðja tvíburaklúbb okkar í Kathmandú í þeirra verkefni sem felst í brúargerð. Upphæðin 250 evrur var samþykkt sem okkar framlag. Þá var ákveðið að kaupa litabækur handa 3ja bekk í umdæmi klúbbsins, en þær litabækur vekja börnin til vitundar um brunavarnarmál. Að lokum var annáll Þorvaldar lesinn, en annállinn er nokkuð gamall og ber efni hans þess glöggt vitni. Fjárhagsstaða klúbbsins var kynnt lauslega og félagar minntir á að gera skil á skuldum félagsgjalda hið fyrsta.
Kokkur kvöldsins var Kári Gunnlaugsson og í matinn var lamb med tilbehör.
Að síðustu þetta:
Stjórn klúbbsins er að skoða dagskrá vetrarins og viljum auk almennra funda hafa einnig fundi sem felast í einhvers konar tilbreytingu. Hugmyndir þar um eru velþegnar og um hvað sem er annað sem betur má fara í starfi klúbbsins.

Vetrarstarfið hafið. Fyrsti fundur var haldinn s.l. fimmtudag.

Fátt segir af fundinum. Undirritaður var víðsfjarri góðu gamni. Ný stjórn tók við undir öruggri forystu Jóns Halldórs Guðmundssonar. Hlakka til að mæta á næstu fundi. Það er gaman í Lions. Nú er bara að standa sig kæru félagar og vera duglegir að mæta á fundi og í verkefni. Ágætt líka að menn verði röskir við að greiða árgjald til klúbbsins. Koma svo.

Í lok starfsársins 2011-2012

Hinn 26. maí lauk starfsári Lionsklúbbsins á Seyðisfirði með því að haldið var Vorgrill í Sæbóli. Fyrr um daginn höfðu félagar málað Vélsmiðjuhúsið ásamt Pétri Kristjánssyni forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands. Alcoafjarðaál lagði til fjármuni til kaupa á málningu ásamt fleirum. Hátíðin tókst í alla staði vel. Mæting var í góðu meðallagi og var hlustað á Evróvision á milli atriða sem klúbbfélagar komu með sjálfir. Sem sagt hin besta skemmtun.

Nú í kjölfarið verður unnin ársskýrsla til að skila Lionshreyfingunni á Íslandi. Ýmis verk voru unnin á starfsárinu, gjafir gefnar og hugað að innri málum klúbbsins sem munu tíunduð í skýrslunni.

Fráfarandi formaður vill koma þakklæti á framfæri við meðstjórnendur sína sem og alla meðlimi klúbbsins og nota þennan vettvang til þess.

Kærar þakkir fyrir mig.

Fráfarandi form.

Lárus Bjarnason.


Vífill Friðþjófsson 70 ára

Á morgun mánudaginn 14. maí 2012 verður sá merkisatburður að félagi okkar Vífill Friðþjófsson verður 70 ára gamall. Af því tilefni vill Lionsklúbbur Seyðisfjarðar árna honum allra heilla á þessum merku tímamótum jafnframt því þakka honum samferðina fram að þessu.

Vífill hefur um árabil verið einn ötulasti félagi okkar og mætt á alla fundi á meðan heilsan leyfði. Hann lagði mikið á sig til að mæta á fundi í klúbbnum jafnvel lengi eftir að heilsan var hætt að leyfa en hugurinn stóð til að vera með okkur félögunum. Hann var þá jafnan hrókur alls fagnaðar og létti mönnum lund með skemmtilegum innskotum og athugasemdum. Mætti margur maðurinn taka hann sér til fyrirmyndar hvað varðar létta lund þrátt fyrir erfiða tíma hin síðari ár.

Ítrekum við svo árnaðaróskir til afmælisbarnsins og vonum að hann eigi ánægjulegan afmælisdag.

Með bestu kveðjum,

f.h. Lionsklúbbs Seyðisfjarðar

Lárus Bjarnason, form. 


Unglingabúðir á Austurlandi á næsta ári. Sjálfboðaliðar óskast til undirbúnings og skipulagningar.

Til allra félaga í klúbbnum: Á næsta ári eiga kúbbarnir á Austurlandi að sjá um og annast Unglingabúðir vegna unglingaskiptaverkefnis Lions. Okkar klúbbur þarf að tilnefna 2 félaga í undirbúningsnefnd til að starfa með Pálma Hannessyni unglingaskiptastjóra. Aðrir klúbbar tilnefna einnig af sinni hálfu. Þarna er á ferðinni undirbúnings- og skipulagsvinna. Þá verður mikil vinna í kring um þetta verkefni og munu þá enn fleiri koma að vinnunni (væntanlega). Hér með er lýst eftir 2 sjálfboðaliðum til að starfa með unglingaskiptastjóra að undirbúningi. Þetta er eins og fram er komið áhugavert verkefni sem gefur mikla reynslu og eflir sambönd manna í Lions. Áhugasamir láti mig vita sem allra fyrst þar sem ekki eru fyrirhugaðir fundir alveg á næstunni.

Páskabingó. Leiðrétting á verði. Bingóspjald á kr.1.000.- en ekki 1.500.-

Hið árlega páskabingó Lionsklúbbs Seyðisfjarðar mun fara fram að venju laugardaginn 7. apríl í Bíósalnum í Herðubreið og hefst kl.16.00. Veglegir vinningar. Verð á bingóspjaldi er kr. 1.000.- og leiðréttist hér með auglýsing sem birtist í Fréttaskjánum hvað þetta varðar en þar var spjaldið sagt kosta 1.500.- og byggðist á misskilningi.

Lárus Bjarnason, form.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband