4.6.2009 | 16:01
Viðurkenning. Sykursýkisvarnir.
Lkl. Seyðisfjarðar hlaut viðurkenningarskjal fyrir verkefni í sykursýkisvörnum. Klúbburinn stóð fyrir blóðsykurmælingu á alþjóðlega sykursýkisvarnardaginn 14. nóvember 2008 í samstarfi við heilbrigðisstofnunina á staðnum. Mælingin stóð yfir í 2 klst. og sáu heilsugæslulæknir og hjúkrunarfræðingur um mælinguna. Í þessu 700 manna samfélagi voru 106 einstaklingar mældir sem eru 15% af heildar íbúafjölda. Í kjölfarið var 5 manns vísað til læknis og reyndust 2 hafa sykursýki og komu niðurstöður flatt upp á viðkomandi. Þetta sýnir nauðsyn þess að fólk sem komið er yfir miðjan aldur láti framkvæma blóðsykurmælingu. Mælingin er sáraeinföld og gefur niðurstöðu samstundis. Í kjöfarið þarf að fara fram nákvæmari læknisrannsókn til að ákvörðunar á því hvort viðkomandi hafi haft tilfallandi háan blóðsykur eða hvort um sykursýki sé að ræða.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.