14.4.2009 | 11:07
Svæðishátíð laugardaginn 18. apríl 2009
Laugardaginn 18. apríl n.k. verður svæðishátíð Lionsklúbba á Austurlandi haldin í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Undirbúningur er í fullum gangi og þykir rétt að koma á framfæri upplýsingum um helstu atriði er máli skipta. Eftirfarandi barst frá svæðisstjóra:
"Sælir.Nú líður senn að svæðishátíð og nauðsynlegt að fara að bretta upp ermarnar.
Hótel Aldan ætlar að elda ofan í okkur (Súpa-hlaðborð-eftirréttur og kaffi) verð pr mann 4.200. Sjá meðf viðhengi.
Talaði við formann áðan, ákveðið að húsið opni 19:30 og borðhald hefjist milli 20:00 og 20:30.
Formaður lagði til að Lárus yrði veislustjóri.
Formaður lagði einnig til að Ómar sjái um gerð söngbókar.
Brimberg bíður upp á kokteil í upphafi.
Aldan verður með vínveitingar.
Ég er búinn að hringja í alla klúbbana á svæðinu og fæ ég svar varðandi fjölda í síðasta lagi á miðvikudag. Skemmtinefnd kanni þátttöku á Seyðisfirði.
Adolf og Ómar ætla að sjá um músík.
Skemmtinefnd þarf að móta dagskrá og huga að skemmtiatriðum !!!!!
Skreyta þarf salinn og raða upp borðum, verð miðast við það að við sjáum um slíkt, þar kemur verkefnanefnd líka að málum, Þorvaldur!!! (athuga með fána og skraut).
Með lions kveðju,Gunnar"
Hérna ættu því að liggja fyrir allar upplýsingar um skemmtunina og ekki seinna vænna þar sem skemmtunin verður næstkomandi laugardag.
Fjölmiðlafulltrúi.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skeleggur og skýrmæltur er svæðisstjórinn.
Gaman verður á hátíðinni og mikið í skemmtunina lagt. Celidh band verður á staðnum.
Jón Halldór Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 23:08
Hátíðin var hreint út sagt frábær og til mikils sóma, Lionsmenn og konur kunna að skemmta sér með stíl! Og með fullri virðingu fyrir veislustjóranum Lárusi, þá stal Lúlli Ljónshjarta gjörsamlega senunni frá honum ;-)!
Ómar B., 22.4.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.