Erindi frá Guðrúnu B. Yngvadóttur umdæmisstjóra 109A um ljósmyndasamkeppni

Ágætu Lionsfélagar á Seyðisfirði

Mig langar til að minna ykkur á ljósmyndasamkeppni Lions, frestur til að senda inn myndir er til 15. jan.

Lions-ljósmyndarar

Lionsfélagar eru hvattir til að taka þátt í þessari alþjóðlegu ljósmyndasamkeppni Lions.
Klúbbar þurfa að velja mynd strax eftir jól, fresturinn rennur út um 15. janúar.

Alþjóðleg samkeppni Lions í náttúruljósmyndun "Lions Environmental Photo Contest".
Keppnismyndin þarf að vera frummynd, óbreytt, svart-hvít eða litmynd úr náttúrunni
- úr umhverfi klúbbsins.  Markmiðið með keppninni er að sýna fegurð náttúrunnar.
Dómnefndir beina sjónum sínum einkum að frumleika, listrænu og myndrænu gildi.


Lionsfélagar geta sent í einum af eftirfarandi fimm  flokkum:
Náttúrumynd (án fólks):
 -  Dýralíf
 -  Plöntulíf
 -  Landslag úr borg eða náttúru
 -  Veðurmynd - veðrabrigði
Sérstakt þema þessa árs er:
 -  Lions "Náttúru-kraftaverkamenn" (mynd sem
    sýnir Lionsfélaga sinna umhverfisverkefni).

Lionsklúbbur velur og sendir vinningsmynd klúbbsins til umdæmisins.
Myndin á að vera útprentuð:  8"x10" eða 20,3 x 25,4 cm.

Upplýsingar
Þeir sem hafa áhuga eða vilja fá nánari upplýsingar, geta haft samband við:
 -  Árna B. Hjaltason umhverfisfulltrúa 109A netfang: hafdisf@talnet.is eða
 -  Guðrúnu B. Yngvadóttur umdæmisstjóra 109A netfang:  gudrun@hraunfolk.net

Keppnismyndir
Klúbbar senda myndir á Lionsskrifstofuna Sóltúni 20, 105 Reykjavík, í umslagi merkt:
Samkeppni Lions í náttúruljósmyndun; merkið umslagið einnig með umdæmi klúbbsins, A eða B.
Í lokuðu umslagi með myndinni er skráð nafn Lionsklúbbs og ljósmyndara ásamt síma og netfangi.
 Myndin á að vera útprentuð, að stærðinni:  8"x10" eða 20,3 x 25,4 cm.

Lionskveðjur
Guðrún Björt Yngvadóttir umdæmisstjóri 109A
Árni Brynjólfur Hjaltason Umhverfisfulltrúi 109A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband