Formanni færð gjöf.

Á fundi Lionsklúbbs  Seyðisfjarðar kvaddi sér hljóðs siðameistari klúbbsins og færði Adolfi Guðmundssyni formanni Lionsklúbbsins gjöf. Málavextir eru þeir að þegar klúbbfélagar fréttu að Adolf hefði gefið kost á sér sem formaður LÍÚ tilkynnti Þorvaldur siðameistari að hann myndi þegar í stað hefja söfnun í kosningasjóð Adolfs.   Enda er það svo að  Adolf á sér bakhjarl í Lionsklúbbnum okkar.

IMG_3229Málið þróuðust hins vegar svo, að þegar aðrir, sem hugðust berjast við Adolf um formannsstólinn, fréttu af öflugum stuðningi Adolfs, féllu þeir frá framboði sínu.

Adolf varð því sjálfkjörinn, enda vel að embættinu kominn.

Þorvaldur færði honum hins vegar glaðning í kvöld. Það voru nokkrir hlutir, meðal annars; hreindýrshorn sem eru tákn Austurlands.

Þá fékk hann dúkku af verkamanni með hamar og evrur í poka, sem eru tákn um þá umræðu sem snertir hagsmuni atvinnulífisins af upptöku evru og inngöngu í ESB. Einnig voru í gjöfinni ferðatannbursti og ullarhosur, sem eflaust koma sér vel.

Með öllu þessu fylgja árnaðaróskir frá siðameistara og öllum klúbbnum Adolfi til handa.

Sjá myndir í myndaalbúmi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband