21.11.2008 | 22:08
Hvað er á döfinni hjá klúbbnum?
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar heldur jólaball fyrir smáfólkið á staðnum. Þar koma jólasveinarnir úr Bjólfinum, syngja með börnunum, ganga í kring um jólatré, sem Lionsmenn sækja til félaga sinna í Lionsklúbbnum Múla og gefa svo litlu krílunum jólagjafir. Lions hefur séð um að útvega tónlistarmenn til að syngja og spila á píanó við þetta tækifæri og sömuleiðis hafa þeir (eða miklufrekar makar þeirra) bakað skúffukökur og pönsur og annað góðgæti til að hafa á boðstólum. Jólatrésskemmtunin hefur almennt mælst vel fyrir og er reynt eftir fremsta megni að láta hana lenda á laugardegi á milli jóla og nýárs.
Sólarkaffi. Lionsklúbburinn á Seyðisfirði sótti um og á einkaleyfi á heitinu sólarkaffi. Er sérstaklega flutt inn og brennt og malað kaffi frá Brasilíu fyrir kúbbinn og pakkað inn í sérhannaða kaffipakka sem klúbburinn hefur einkaleyfi á. Þessa kaffipakka hefur klúbburinn selt í hús undanfarin ár þegar sól tekur að hækka á lofti við góðar undirtektir bæjarbúa. Þá hafa fyrirtæki í bænum einnig verið dugleg við að kaupa kaffi af kúbbnum.
Ýmis verkefni eru fyrirhuguð á nýja árinu og verður ritað meira um það síðar. Það er gaman og gefandi að vera í Lions.
Fjölmiðlafulltrúinn.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.