7.2.2014 | 08:32
Breytingar á félagatali. Nýr félagi sem mun halda merki Lionshreyfingarinnar á lofti.
Nokkrir félagar hafa horfið á braut úr klúbbnum. Ýmist hafa þeir flutt á brott eða mæðst á starfinu og horfið á aðrar veiðilendur. Mikil eftirsjá er af þessum góðu félögum hver svo sem ástæða brotthvarfs þeirra úr klúbbnum hefur verið. Klúbburinn hefur af því tilefni ráðið hinn geysiöfluga Lionsmann Lúðvík J. Sunbean frá Brasilíu til að vera sér innan handar við undirbúning og stjórnun Fjölumdæmisþings Lions sem haldið verður á Austurlandi vorið 2015. Eins og allir vita eiga klúbbarnir á Austurlandi margir hverjir merkisafmæli á árinu 2015. Skipuð hefur verið nefnd til að sjá um og annast allan undirbúning en skemmtidagskrá mun að einhverju leiti verða á ábyrgð Lúlla Lionsmanns, sem af sinni alkunnu málsnilld mun sjá um túlkanir á þinginu á hin ýmsustu viðurkenndu tungumál mannkyns. Ein helsta sérgrein Lúðvíks J. er táknmálstúlkun eins og frægt er orðið. Má búast við að hann annist kynningar af ýmsum toga, t.a.m. á matseðli í lokahófi og svo má lengi telja. Erlendir gestir þingsins munu einnig njóta góðs af kunnáttu og samskiptavísi Lúlla. Klúbbar eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að efla starfandann með því að nota þingið sem árshátíð fyrir sinn klúbb. Það er fallegt á Austurlandi og margt má sér til gamans gera ef menn hafa ekki húmor fyrir Lúlla. Meira þegar nær dregur en spennan byggist upp. Það verður dúndurstuð á Seyðisfirði vorið 2015.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.