15.5.2013 | 18:51
Færsla vors háæruverðuga formanns af Andlitsbókinni.
Nú líður að lokum starfsársins hjá Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Nú í maí munum við dreifa Símaskrá Lionsklúbbs Seyðisfjarðar meðal bæjarbúa og eru nú um 3 ár sem slík græja var gefin síðast út. Við munum einnig halda hátíðarfund eða loka fund með léttri grillsveflu í Golfskálanum á föstudaginn kemur. Í júlí verða unglingabúðir Lions á Brúarási haldnar af Lionsklúbbunum á Austurlandi. Búðirnar eru helgaðar þvi að kynna þessu fólki sem kemur víða að náttúru og listir á svæðinu. Að lokum er þess að geta að á laugardaginn var Seyðisfjörður valinn til að taka á móti Lionsþinginu 2015. Þessi klúbbur fær verðugt viðfangsefni til að fást við á 50 ára afmælisárinu.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.