19.4.2013 | 12:21
Staðarborg í Breiðdal. Svæðisskemmtun. Göngum göngum ganga.
Lionsmenn á Austurlandi munu koma saman í Staðarborg í Breiðdal í kvöld föstudaginn 19. apríl og gera sér glaðan dag. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar mun fara í 14 manna langferðabíl frá Ferðaþjónustu Austurlands og leggja upp frá Félagsheimilinu Herðubreið kl.17.30 nokkuð stundvíslega ef allir mæta á réttum tíma. Strikið mun verða tekið yfir Fjarðarheiði sem nú er fær og þykir tíðindum sæta en veður er með besta móti og er allt eins gert ráð fyrir að þeir Lionskallar komist heim aftur aðfararnótt laugardagsins 20. apríl, sem er eins gott því margir hverjir þeirra þurfa að komast á lappir snemma á sunnudagsmorgni (sem reyndar er all nokkru síðar) eigi síðar en um hádegisbil sunnudaginn 21. apríl næstan komandi til að taka þátt í göngum göngum göngu frá hinni sömu Herðubreið og áleiðist til Egilsstaða eða svo langt sem menn treysta sér. Í þeirri hinni nefndu göngu getur reynt á ýmsa hæfleika m.a. listræna því gert er ráð fyrir að uppi verði hafði gjörningar og fleira gaman. Tilgangurinn er að vekja athygli á baráttu fyrir jarðgöngum á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða og er í leiðinni notað tækifærið og vakin athygli á 100 ára afmæli íþróttafélagsins Hugins á Seyðisfirði. Geta má þess að íþróttafélagið Höttur hefur boðað til sams konar göngu frá Selskógi upp í Norðurbrún Fjarðarheiðar til að samgleðjast nú Huginsmönnum og leggja áherslu á að þeir þurfa líka á (jarð)göngum að halda til að komast nær nafla alheimsins sem að fróðra manna mati er staðsettur á Seyðisfirði.
Varafjölmiðlaftr. Lionsklúbbs Seyðisfjarðar.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.