18.3.2012 | 13:04
Melvin Jones félagi Sigurður Valdimarsson
Frá Lionsklúbbi Seyðisfjarðar
Melvin Jones félagi Sigurður Valdimarsson
Á 644. fundi Lionsklúbbs Seyðisfjarðar, sem haldinn var í Öldutúni, fimmtudaginn 15. mars s.l. var Sigurði Valdimarssyni afhentur Melvin Jones skjöldur. Einkum fyrir að hafa um nokkurra ára skeið staðið vaktina í eldhúsinu í þágu okkar félaganna. Hann hefur auk þessa verið óþreytandi að segja okkur brandara og aðrar skemmtisögur. Það er mikils virði að mati undirritaðs að það sé létt yfir fundum og skemmtilegt í Lions að ekki sé talað um að maður fái almennilega í gogginn. Þess utan hefur Sigurður boðið sig fram til hinna ýmsu verkefna af fyrra bragði og má þar m.a. nefna að hann gekk í fyriræki hér í bænum í tengslum við Rauða fjöður og seldi þann varning sem á boðstólum var. Hann hefur unnið mikið að símaskrárverkefninu okkar m.a. með sölu auglýsinga til fyrirtækja og við að innheimta söluloforð. Þá hefur hann verið fremstur í flokki við ýmsa aðra starfsemi og má þar til dæmis nefna að hann hefur verið máttarstólpi fyrir Viljann íþróttafélag fatlaðra hér í bæ og þar sýnt gott fordæmi sem Lionsmaður. Af öllum ofangreindum ástæðum varð Sigurður Valdimarsson fyrir valinu að þessu sinni til að verða sæmdur viðurkenningunni Melvin Jones félagi af hálfu Lionsklúbbs Seyðisfjarðar.
Melvin Jones félagi er æðsta viðurkennig innan Lions hreyfingarinnar. Í hvert sinn sem Melvin Jones viðurkenning er veitt eru greiddir 1000 $ í Alþjóðahjálparsjóð Lions, en sá sjóður hefur úthlutað til neyðarhjálpar víða um heim. Til Íslands hafa komið úthlutanir úr sjóðnum m.a. vegna Vetmannaeyjagossins og einnig vegna snjóflóðanna á Flateyri. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar óskar Sigurði Valdimarssyni hér með til hamingju með þessa viðurkenningu jafnframt því að þakka honum vel unnin störf í þágu klúbbsins og er hann vel að viðurkenningunni kominn.
Fyrir hönd stjórnar,
Seyðisfirði, 16. mars 2012
Lárus Bjarnason, form.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.