18.1.2012 | 09:10
Upplýsingar um tvíburaklúbb okkar í Kathmandu.
Með bréfi Katrínar Barcal, Manager, Program Development, dags. 6. des. sl. var staðfest skráning á sambandi Lionsklúbbs Seyðisfjarðar og Lionsklúbbsins Gliese í Kathmandu í Nepal. Þetta kann mönnum á Íslandi að virðast undarleg ráðstöfun en eins og segir í bréfinu frá Katrínu: Your partnership with the Kathmandu Gliese Lions Club is a wonderfull opportunity to fulfill the Third Purpose of Lions Clubs International: "To create and foster a spirit of understanding among the peoples of the world etc". Hún höfðar einnig til þess síðar í bréfi sínu að við getum lært af hvers annars menningu og siðum auk þess að geta unnið saman að margvíslegum verkefnum. Undirritaður hefur kynnt sér heimasíðu LKL Gliese sem er góð byrjun til að sjá hvað eru helstu áhersluatriði þeirra. Af því er hægt að læra margt enda eru aðstæðu hér heima á Fróni um margt ólíkar því sem þar er. Við í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar hlökkum til að eiga frekari samskipti og samstarf við tvíburaklúbb okkar. Meðfylgjandi er slóð á heimasíðu LKL Gliese og tengill hefur verið settur upp á blogginu okkar á þeirra heimasíðu.
http://www.klgliese.org.np/index.php
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.