7.2.2011 | 14:31
Sólarkaffi verður selt í Samkaupum Strax laugardaginn 12. febrúar
Sólarkaffi Lions. Kæru Seyðfirðingar.Á næstu dögum fögnum við komu sólar, eftir að hafa verið í skugga fagurra fjalla í nærfellt 4 mánuði. Við gleðjumst yfir því, að senn mun birta og hlýna í bænum okkar, á ýmsan hátt og Lionsklúbbur Seyðisfjarðar vill minnast tímamótanna með því að selja ykkur sérframleitt úrvals kaffi, sem getur ekki heitið annað en Sólarkaffi. Verður kaffið selt í verslun Samkaup Strax hér í bæ á föstudaginn 11. febrúar og laugardaginn 12. febrúar. Er það ósk okkar að bæjarbúar taki vel á móti kaffinu okkar og eru tveir pakkar saman seldir á 2.000 kr. Kaffibaunirnar í þessa himnesku blöndu koma frá Eþíópíu og Colombíu. Eþíópía er upprunaland kaffisins og er kaffið í Sólarkaffi Lions frá Sidamo sem er hérað í suður Eþíópíu. Kaffið er mjög bragðmikið með seiðandi ávaxta-, berja- og súkkulaðikeim og er mjög eftirsótt af sælkerum. Til að fullkomna þessa frábæru Sólarkaffiblöndu notum við sérvaldar baunir frá Colombíu, sem gefur blöndunni ilm og ferskleika. Sólarkaffi Lions setur sólarbrag á hverja stund dagsins.Kæru bæjarbúar!Munið að tryggja ykkur Sólarkaffi Lions í Samkaupum á föstudaginn eða laugardaginn. Athugið að svona sérstaklega gott kaffi er afar skemmtileg gjöf handa vinum eða tækifærisgjöf.Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.