Sólarkaffi verður selt í Samkaupum Strax laugardaginn 12. febrúar



 Sólarkaffi Lions. Kæru Seyðfirðingar.Á næstu dögum fögnum við komu sólar, eftir að hafa verið í skugga fagurra fjalla í nærfellt 4 mánuði.  Við gleðjumst yfir því,  að senn mun birta og hlýna í bænum okkar, á ýmsan hátt og Lionsklúbbur Seyðisfjarðar vill minnast tímamótanna með því að selja ykkur sérframleitt úrvals kaffi, sem getur ekki heitið annað en Sólarkaffi. Verður kaffið selt í verslun Samkaup Strax hér í bæ á föstudaginn 11. febrúar og laugardaginn 12. febrúar.  Er það ósk okkar að bæjarbúar taki vel á móti kaffinu okkar og eru tveir pakkar saman seldir á 2.000 kr. Kaffibaunirnar í þessa himnesku blöndu koma frá Eþíópíu og Colombíu.  Eþíópía er upprunaland kaffisins og er kaffið í Sólarkaffi Lions frá Sidamo sem er hérað í suður Eþíópíu.  Kaffið er mjög bragðmikið með seiðandi ávaxta-, berja- og súkkulaðikeim og er mjög eftirsótt af sælkerum.  Til að fullkomna þessa frábæru Sólarkaffiblöndu notum við sérvaldar baunir frá Colombíu, sem gefur blöndunni ilm og ferskleika.  Sólarkaffi Lions setur sólarbrag á hverja stund dagsins.Kæru bæjarbúar!Munið að tryggja ykkur Sólarkaffi Lions í Samkaupum á föstudaginn eða laugardaginn.  Athugið að svona sérstaklega gott kaffi er afar skemmtileg gjöf handa vinum eða tækifærisgjöf.Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband