27.12.2010 | 14:02
Jólatrésskemmtun lokið
Jólaballið var haldið 2. í jólum og aðsókn góð. Alls munu hafa verið um 150 manns á samkomunni. Fór skemmtunin hið besta fram. Jólasveinar voru átta og vantaði því bara einn upp á að þeir væru einn og átta. Einar Bragi og divurnar sáu um píanóleik og söng. Inga Svanbergs skveraði veitingar fram úr ermunum og Lionsmenn sáu um og önnuðust undirbúning og frágang, ásamt því að skaffa aðföng í formi ýmis konar góðgætis. Lionsmenn sem stóðu fyrir skemmtuninni að venju kunna þessum ágætu velunnurum félagsins og gestum bestu þakkir og bíða nú spenntir næstu jóla.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.