Heimsókn umdæmisstjóra 109 A

Fundur var haldinn í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar fimmtudaginn 21. október s.l.  Umdæmisstjóri 109A Kristín Þorfinnsdóttir frá Lionsklúbbnum Emblu á Selfossi heiðraði okkur með heimsókn sinni.  Formaður setti fundinn og gaf umdæmisstjóra orðið. Umdæmisstjóri flutti svo stórskemmtilegt og fróðlegt erindi þar sem hún kynnti sig og sitt embætti. Þá kynnti hún ýmis stefnumál Lionshreyfingarinnar og hvatti okkur til áframhaldandi góðra verka. Var gerður góður rómur að tölu hennar og henni klappað lof í lófa.  Önnur efni voru ekki á dagskrá fyrir utan að Adólf Guðmunsson skilaði af sér annálabókinni góðu. Hann var búinn að hafa hana á skrifborðinu sínu í hálft annað ár. Var því annállinn að vonum nokkuð langur. Adólfi mæltist vel og var í kjölfarið ákveðið að annálabókin myndi eftirleiðis ganga manna á millum (tekið upp eftir Össuri Skarphéðinssyni) eftir stafrófsröð. Er þetta væntanlega gert til að bókin lendi sjaldnar í höndum Adólfs. Fundi var slitið kl.20.15 eða þar um bil. Eftir sátu kokkurinn Sigurður Valdimarsson, sem hafði galdrað fram jólamat og tveir ónafngreindir uppvaskarar honum til aðstoðar. Næst á dagskrá þessarar heimasíðu er að uppfæra félagatal og leiðrétta embættismannatal en það bíður gleggri ákvörðunar stjórnar en nú liggur fyrir.                             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar B.

Fínn pistill frá fundinum hér fyrir ofan og mér fannst það hárrétt hjá félaga okkar Adolf að afhenta Árna bókina og láta hann tollafgreiða hana enda ekki vitað hvar í heiminum bókin góða hefur haldið sig síðasta eina og hálfa árið !

Ómar B., 27.10.2010 kl. 13:45

2 Smámynd:     Lárus Bjarnason

Þetta er hárrétt athugað hjá Ómari. Enda reyndist stór hluti af pistlinum vera erlendis frá. Þetta hlýtur að flokkast undir innflutning. Spurning hvort það fellur undir tollfrjálsan farangur ferðamanns enda Addi á eilífu flandri.

Lárus Bjarnason, 28.10.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband