21.5.2010 | 18:17
Slútt 20. maí 2010 í boði Valda kalda og Ómars orðheppna
Í gær fimmtudaginn 20. maí var haldið slútt Lionsklúbbs Seyðisfjarðar með miklum stæl í boði fráfarandi skemmtinefndar. Formaður skemmtinefndar Þorvaldur Jóhannsson og varaformaður Ómar Bogason brugðust ekki frekar en fyrri daginn í uppákomum og undarlegheitum. Félagarnir hittust kl.18.30 fyrir utan félagsheimilið Herðubreið og var haldið þaðan í rútu í óvissuferð. Var ekið um bæinn og eiginkonur Lionsmanna heimsóttar. Formaður skemmtinefndar hafði forsögu og kynnti konunum erindi vort sem var að þakka þeim fyrir þolinmæðina og umburðarlyndið gagnvart okkkur félögunum og ektamökunum löngum stundum. Síðan var ummað í fjórtakti undir stjórn formannsins og tónað orðið "Mammmmma" í restina nokkrum sinnum á meðan ektamakinn fór með Sofðu unga ástin mín nema hvað síðasta hendingin endaði með orðunum:".........þú skalt ekki vaka eftir mér um langar nætur." Að þessu loknu var ekið að Hótel Öldunni þar sem var snæddur kvöldverður. Skemmtidagskrá var í boði þeirra Valda og Omars auk þess sem haldinn var hefðbundinn fundur inn á milli. Alvöru formaðurinn heiðraði nokkra félaga með PPAW orðum en rúsínan í pylsuendanum var þegar hann afhenti Gunnari Sverrissyni Melvin Jones skjöld. Var sú tilnefning löngu tímabær, enda leitun að öðrum eins Lionsmanni og Gunnari. Óskum við honum hjartanlega til hamingju með heiðurinn. Að lokum var spjallað yfir einum léttum öl og fundi slitið rétt um kl.22.00 og allir fóru mjög ánægðir heim.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.