11.2.2010 | 09:32
Sólarkaffi selt í Samkaupum föstudag og laugardag 12 og 13 febrúar 2010
Sólarkaffi Lions.
Seyðfirðingar fagna komu sólar hinn 18. febrúar ár hvert. Bærinn er í skugga fagurra fjalla nærfellt 4 mánuði ársins, eða þriðjung ársins. Árum saman hefur verið siður hér í bæ að halda upp á sólarkomuna með því að halda veglegt kaffisamsæti, þar sem drukkið er gott kaffi og gjarnan boðið upp á rjómapönnukökur með. Þessi hátíðarstund nefnist Sólarkaffi.
Frá árinu 2007 hefur Lionsklúbbur Seyðisfjarðar látið framleið fyrir sig sérvalið kaffi, sem nefnt er Sólar-kaffi og kemur á markað um það leyti er sést til sólar á ný.
Kaffibaunirnar í þessa himnesku blöndu koma frá Eþíópíu og Colombíu. Eþíópía er upprunaland kaffisins og er kaffið í Sólarkaffi Lions frá Sidamo sem er hérað í suður Eþíópíu. Kaffið er mjög bragðmikið með seiðandi ávaxta-, berja- og súkkulaðikeim og er mjög eftirsótt af sælkerum. Til að fullkomna þessa frábæru Sólarkaffiblöndu notum við sérvaldar baunir frá Colombíu, sem gefur blöndunni ilm og ferskleika. Sólarkaffi Lions setur sólarbrag á hverja stund dagsins.
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.