Mig langar til að minna ykkur á ljósmyndasamkeppni Lions, frestur til að senda inn myndir er til 15. jan.
Lions-ljósmyndarar
Lionsfélagar eru hvattir til að taka þátt í þessari alþjóðlegu ljósmyndasamkeppni Lions.
Klúbbar þurfa að velja mynd strax eftir jól, fresturinn rennur út um 15. janúar.
Alþjóðleg samkeppni Lions í náttúruljósmyndun "Lions Environmental Photo Contest".
Keppnismyndin þarf að vera frummynd, óbreytt, svart-hvít eða litmynd úr náttúrunni
- úr umhverfi klúbbsins. Markmiðið með keppninni er að sýna fegurð náttúrunnar.
Dómnefndir beina sjónum sínum einkum að frumleika, listrænu og myndrænu gildi.
Lionsfélagar geta sent í einum af eftirfarandi fimm flokkum:
Náttúrumynd (án fólks):
- Dýralíf
- Plöntulíf
- Landslag úr borg eða náttúru
- Veðurmynd - veðrabrigði
Sérstakt þema þessa árs er:
- Lions "Náttúru-kraftaverkamenn" (mynd sem
sýnir Lionsfélaga sinna umhverfisverkefni).
Lionsklúbbur velur og sendir vinningsmynd klúbbsins til umdæmisins.
Myndin á að vera útprentuð: 8"x10" eða 20,3 x 25,4 cm.
Upplýsingar
Þeir sem hafa áhuga eða vilja fá nánari upplýsingar, geta haft samband við:
- Árna B. Hjaltason umhverfisfulltrúa 109A netfang: hafdisf@talnet.is eða
- Guðrúnu B. Yngvadóttur umdæmisstjóra 109A netfang: gudrun@hraunfolk.net
Keppnismyndir
Klúbbar senda myndir á Lionsskrifstofuna Sóltúni 20, 105 Reykjavík, í umslagi merkt:
Samkeppni Lions í náttúruljósmyndun; merkið umslagið einnig með umdæmi klúbbsins, A eða B.
Í lokuðu umslagi með myndinni er skráð nafn Lionsklúbbs og ljósmyndara ásamt síma og netfangi.
Myndin á að vera útprentuð, að stærðinni: 8"x10" eða 20,3 x 25,4 cm.
Lionskveðjur
Guðrún Björt Yngvadóttir umdæmisstjóri 109A
Árni Brynjólfur Hjaltason Umhverfisfulltrúi 109A
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 21:04
Formanni færð gjöf.
Á fundi Lionsklúbbs Seyðisfjarðar kvaddi sér hljóðs siðameistari klúbbsins og færði Adolfi Guðmundssyni formanni Lionsklúbbsins gjöf. Málavextir eru þeir að þegar klúbbfélagar fréttu að Adolf hefði gefið kost á sér sem formaður LÍÚ tilkynnti Þorvaldur siðameistari að hann myndi þegar í stað hefja söfnun í kosningasjóð Adolfs. Enda er það svo að Adolf á sér bakhjarl í Lionsklúbbnum okkar.
Málið þróuðust hins vegar svo, að þegar aðrir, sem hugðust berjast við Adolf um formannsstólinn, fréttu af öflugum stuðningi Adolfs, féllu þeir frá framboði sínu.
Adolf varð því sjálfkjörinn, enda vel að embættinu kominn.
Þorvaldur færði honum hins vegar glaðning í kvöld. Það voru nokkrir hlutir, meðal annars; hreindýrshorn sem eru tákn Austurlands.
Þá fékk hann dúkku af verkamanni með hamar og evrur í poka, sem eru tákn um þá umræðu sem snertir hagsmuni atvinnulífisins af upptöku evru og inngöngu í ESB. Einnig voru í gjöfinni ferðatannbursti og ullarhosur, sem eflaust koma sér vel.
Með öllu þessu fylgja árnaðaróskir frá siðameistara og öllum klúbbnum Adolfi til handa.
Sjá myndir í myndaalbúmi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 10:40
Jólatrésskemmtun.
Góðan dag.
Hin árlega jólatrésskemmtun Lionsklúbbsins er fyrirhuguð laugardaginn 27. desember kl 15.00 - 17.00.
Undirbúningur er að hefjast og verða menn kvaddir til verka eins og venjulega.
Formaður skemmtinefndar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2008 | 13:11
Fundur fimmtudaginn 4. desember n.k.
Minni á fundinn á fimmtudaginn kemur. Þar verður eflaust fjallað um starfið í desember. Undirbúningur jólatrésskemmtunar m.a. með því að fara í "Múla-Lund" að sækja tré fyrir samkomuna og þá sem vilja kaupa tré af Lionsklúbbnum Múla. Þá verður eflaust fjallað um sölu á "Sólarkaffi" o.fl. sem viðkemur starfinu á næsta starfsári. Gera má ráð fyrir gamanmálum af vörum formanns og vonandi mætir einhver með innlegg á fundinn að heiman. Alltaf eitthvað gott í gogginn (þori ekki að segja kroppinn). Mætum öll hress og kát (nema ég, verð fyrir sunnan). Góða skemmtun.
kv.
Fjölmiðlaftr.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2008 | 12:42
Tenging inn á vefsíðuna http://www.Lions.is
Klúbburinn óskaði eftir tengingu þessarar bloggsíðu inn á vefinn http://www.lions.is. Vefstjóri Lions síðunnar hefur góðfúslega orðið við þeirri ósk og kann kúbburinn honum miklar þakkir fyrir.
Með bestu kveðjum,
LB fjölmiðlaftr.
Lífstíll | Breytt 2.12.2008 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 13:42
Myndir frá árshátíð, 2. apríl 2004.
Það eru komnar inn nokkrar myndir í myndaalbúm frá sameiginlegri árshátíð Lionsklúbbs Seyðisfjarðar og Lionsklúbbsins Múla. Árshátíðin var haldin á Hótel Héraði þann 2. apríl 2004 og sjá má þar marga mæta Lionsfélaga.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 14:09
Hversdagshetjur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2008 | 22:08
Hvað er á döfinni hjá klúbbnum?
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar heldur jólaball fyrir smáfólkið á staðnum. Þar koma jólasveinarnir úr Bjólfinum, syngja með börnunum, ganga í kring um jólatré, sem Lionsmenn sækja til félaga sinna í Lionsklúbbnum Múla og gefa svo litlu krílunum jólagjafir. Lions hefur séð um að útvega tónlistarmenn til að syngja og spila á píanó við þetta tækifæri og sömuleiðis hafa þeir (eða miklufrekar makar þeirra) bakað skúffukökur og pönsur og annað góðgæti til að hafa á boðstólum. Jólatrésskemmtunin hefur almennt mælst vel fyrir og er reynt eftir fremsta megni að láta hana lenda á laugardegi á milli jóla og nýárs.
Sólarkaffi. Lionsklúbburinn á Seyðisfirði sótti um og á einkaleyfi á heitinu sólarkaffi. Er sérstaklega flutt inn og brennt og malað kaffi frá Brasilíu fyrir kúbbinn og pakkað inn í sérhannaða kaffipakka sem klúbburinn hefur einkaleyfi á. Þessa kaffipakka hefur klúbburinn selt í hús undanfarin ár þegar sól tekur að hækka á lofti við góðar undirtektir bæjarbúa. Þá hafa fyrirtæki í bænum einnig verið dugleg við að kaupa kaffi af kúbbnum.
Ýmis verkefni eru fyrirhuguð á nýja árinu og verður ritað meira um það síðar. Það er gaman og gefandi að vera í Lions.
Fjölmiðlafulltrúinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 21:01
Klúbbfélagar
Nafn | Heima | Vinna | GSM | Netfang | |
1 | Adolf Guðmundsson | 472-1339 | 472-1402 | 892-8199 | |
2 | Andri Borgþórsson | 553-3767 | 569-1726 | 896-4741 | |
3 | Árni Elísson | 472-1556 | 569-1725 | 8980549 | |
4 | Birgir Hallvarðsson |
|
|
| Heiðursfélagi |
5 | Brynjar Skúlason | 565-9429 | 868-4291 | ||
6 | Bragi Blumenstein | 697-6994 |
|
|
|
7 | Garðar Eymundsson | 472-114 |
| 8632385 |
|
8 | Guðni Sigmundsson | 8960909 | |||
9 | Gunnar Sverrisson | 472-1189 | 472-1247 | 894-4609 | |
10 | Jóhann Grétar Einarsson | 472-1110 | 472-1101 | 853-2783 | |
11 | Jón Guðmundsson | 472-1197 | 896-0710 | 896-0710 |
|
12 | Jón Halldór Guðmundsson | 472-1136 | 470-2102 | 895-1136 | |
13 | Kristinn Valdimarsson | 868-7563 | |||
14 | Lárus Bjarnason | 472-1369 | 470-2101 | 848-4065 | |
15 | Ómar Bogason | 472-1144 | 472-1195 | 860-2121 | |
16 | Óla B. Magnúsdóttir | 472-1217 | 470-2100 | 862-2990 | |
17 | Ólafur Örn Pétursson | 472-1106 | 861-7008 | ||
18 | Rúnar S. Reynisson | 472-1445 | 472-1406 | 854-7876 | |
19 | Rúnar L. Sveinsson | 472-1606 | 472-1743 |
|
|
20 | Sigurður Jónsson | 472-1442 | 472-1771 | 892-5701 | |
21 | Sigurður Valdimarsson | 861-7793 | 472-1111 | 861-7793 |
|
22 | Snorri Jónsson | 472-1141 | 472-1336 | 864-4242 |
|
23 | Unnar I. Jósepsson | 472-1170 | 867-4428 | ||
24 | Unnar Sveinlaugsson | 472-1790 | 845-0476 | ||
25 | Vilbergur Sveinbjörnsson | 472-1319 |
| 855-3319 |
|
26 | Vífill Friðþjófsson | 472-1115 |
|
|
|
27 | Þorvaldur Jóhannsson | 472-1293 | 472-1690 | 894-5493 |
Lífstíll | Breytt 9.11.2010 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 20:48
Markmið Lionsklúbba
|
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Tenglar
Mínir tenglar
- Lionsblaðið Tengill á Lionsblaðið
- Lionsklúbburinn Gliese í Kathmandu Tvíburaklúbbur Lionsklúbbs Seyðisfjarðar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar Menningarbærinn Seyðisfjörður
- Heimasíða á frontpage Ekki verið uppfærð lengi
- Seyðisfjarðarkaupstaður Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 24534
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar