Melvin Jones félagi Sigurður Valdimarsson

Frá Lionsklúbbi Seyðisfjarðar

Melvin Jones félagi Sigurður Valdimarsson

 Sigurður Valdimarsson

Á 644. fundi Lionsklúbbs Seyðisfjarðar, sem haldinn var í Öldutúni, fimmtudaginn 15. mars s.l. var  Sigurði Valdimarssyni afhentur Melvin Jones skjöldur. Einkum fyrir að hafa um nokkurra ára skeið staðið vaktina í eldhúsinu í þágu okkar félaganna. Hann hefur auk þessa verið óþreytandi að segja okkur brandara og aðrar skemmtisögur. Það er mikils virði að mati undirritaðs að það sé létt yfir fundum og skemmtilegt í Lions að ekki sé talað um að maður fái almennilega í gogginn. Þess utan hefur Sigurður boðið sig fram til hinna ýmsu verkefna af fyrra bragði og má þar m.a. nefna að hann gekk í fyriræki hér í bænum í tengslum við Rauða fjöður og seldi þann varning sem á boðstólum var.  Hann hefur unnið mikið að símaskrárverkefninu okkar m.a. með sölu auglýsinga til fyrirtækja og við að innheimta söluloforð. Þá hefur hann verið fremstur í flokki við ýmsa aðra starfsemi og má þar til dæmis nefna að hann hefur verið máttarstólpi fyrir Viljann íþróttafélag fatlaðra hér í bæ og þar sýnt gott fordæmi sem Lionsmaður. Af öllum ofangreindum ástæðum varð Sigurður Valdimarsson fyrir valinu að þessu sinni til að verða sæmdur viðurkenningunni  Melvin Jones félagi af hálfu Lionsklúbbs Seyðisfjarðar.

Melvin Jones félagi er æðsta viðurkennig innan Lions hreyfingarinnar. Í hvert sinn sem Melvin Jones viðurkenning er veitt eru greiddir 1000 $ í Alþjóðahjálparsjóð Lions, en sá sjóður hefur úthlutað til neyðarhjálpar víða um heim. Til Íslands hafa komið úthlutanir úr sjóðnum m.a. vegna Vetmannaeyjagossins og einnig vegna snjóflóðanna á Flateyri. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar óskar Sigurði Valdimarssyni hér með til hamingju með þessa viðurkenningu jafnframt því að þakka honum vel unnin störf í þágu klúbbsins og er hann vel að viðurkenningunni kominn.

Fyrir hönd stjórnar,

Seyðisfirði, 16. mars  2012   

Lárus Bjarnason, form.


Upplýsingar um tvíburaklúbb okkar í Kathmandu.

Með bréfi Katrínar Barcal, Manager, Program Development,  dags. 6. des. sl. var staðfest skráning á sambandi Lionsklúbbs Seyðisfjarðar og Lionsklúbbsins Gliese í Kathmandu í Nepal. Þetta kann mönnum á Íslandi að virðast undarleg ráðstöfun en eins og segir í bréfinu frá Katrínu: Your partnership with the Kathmandu Gliese Lions Club is a wonderfull opportunity to fulfill the Third Purpose of Lions Clubs International: "To create and foster a spirit of understanding among the peoples of the world etc". Hún höfðar einnig til þess síðar í bréfi sínu að við getum lært af hvers annars menningu og siðum auk þess að geta unnið saman að margvíslegum verkefnum. Undirritaður hefur kynnt sér heimasíðu LKL Gliese sem er góð byrjun til að sjá hvað eru helstu áhersluatriði þeirra. Af því er hægt að læra margt enda eru aðstæðu hér heima á Fróni um margt ólíkar því sem þar er. Við í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar hlökkum til að eiga frekari samskipti og samstarf við tvíburaklúbb okkar. Meðfylgjandi er slóð á heimasíðu LKL Gliese og tengill hefur verið settur upp á blogginu okkar á þeirra heimasíðu.

 http://www.klgliese.org.np/index.php


Jólatrésskemmtun barna á Seyðisfirði miðvikudaginn 28. desember 2011 Kl 15.00.

Jólatréskemmtun Lions PDFPrentaRafpóstur

Hin árlega jólatrésskemmtun barna á Seyðisfirði verður haldin í félagsheimilinu Heruðbreið miðvikudaginn 28. desember kl.15.00. Verður sungið og dansað í kringum jólatréð og jólasveinarnir úr Bjólfinum koma í heimsókn að venju. Miðaverð kr. 500. Frítt fyrir 2 ára og yngri.

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar 


Embættismenn og skipan nefnda.

Nú þegar nýtt starfsár fer í hönd hefur að venju verið sett upp skrá um embættismenn og skipan í nefndir sbr. meðfylgjandi skrá.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Félagatal miðað við 7. febrúar 2014. Nokkrar breytingar hafa orðið á félagatali.

 

Nafn

Heima

Vinna

GSM

Netfang

 1

Adolf Guðmundsson

472-1339

472-1402

892-8199

gullberg@eldhorn.is

 2Andri Borgþórsson553-3767569-1726896-4741 
 3Árni Elísson472-1556569-17258980549 

 4

Birgir Hallvarðsson

 

 

 

 Heiðursfélagi

5Guðni Sigmundsson472-1585 861-7752 
6

Gunnar Sverrisson

472-1189

472-1247

894-4609

gunnarsv@svn.is

7Helgi Haraldsson472-1128 896-1128 helgihilux@simnet.is
8Jóhann Freyr Aðalsteinsson (Auka.fél)472-1556    Erlendis
9

Jóhann Grétar Einarsson

472-1110

472-1101

853-2783

johanngr@simnet.is

10

Jón Halldór Guðmundsson

472-1136

470-2102

895-1136

jonh@tmd.is

11Kristinn B. Valdimarsson472-1412 868-7563 
12

Lárus Bjarnason

472-1369

470-2101

848-4065

larusbjarna@simnet.is

 13Lúðvík J. Sunbean (Lúlli Lionsmaður)    
 14

Óla B. Magnúsdóttir

472-1217

470-2100

862-2990

olab@tmd.is

15

Ómar Bogason

472-1144

472-1409

860-2121

omar@austurland.is

16

Rúnar L. Sveinsson

472-1606

472-1743

 

 

17

Rúnar S. Reynisson

472-1445

472-1406

854-7876

runarr@hsa.is

 18

Sigurður Jónsson

472-1442

472-1771

892-5701

sigj@verkaust.is

19

Sigurður Valdimarsson

861-7793

472-1111

861-7793

 

20

Snorri Jónsson

472-1141

472-1336

864-4242

sj@svn.is

21Unnar I. Jósepsson472-1170 867-4428 
22
Unnar Sveinlaussson472-1790  845-0476 
23

Vífill Friðþjófsson

472-1115

 

 

 

24

Þorvaldur Jóhannsson

472-1293

472-1690

894-5493

ssa@ssa.is

25Örvar Jóhannsson472-1435 852-2552 orvarj@simnet.is

Komnir á Facebook.

Lionskúbbur Seyðisfjarðar er kominn með Facebókarsíðu. Hana má finna með því að slá inn í leitargátt Lionsklúbbur Seyðisfjarðar. Þar verða birtar myndir frá klúbbstarfinu og síðan verður notuð sem samskiptasíða klúbbmeðlima auk þess sem velunnarar geta fengið aðgang og séð það sem er að gerast hjá klúbbnum. Þessari bloggsíðu mun einnig verða haldið við eftir þörfum og greint hér frá því helsta sem er á döfinni hverju sinni. Búast má við að færslum á Facebókarsíðunni fjölgi eftir sem áður á kostnað þessarar bloggsíðu.

Seyðisfirði, 9. júní 2011.  

Lárus Bjarnason


Sólarkaffi verður selt í Samkaupum Strax laugardaginn 12. febrúar



 Sólarkaffi Lions. Kæru Seyðfirðingar.Á næstu dögum fögnum við komu sólar, eftir að hafa verið í skugga fagurra fjalla í nærfellt 4 mánuði.  Við gleðjumst yfir því,  að senn mun birta og hlýna í bænum okkar, á ýmsan hátt og Lionsklúbbur Seyðisfjarðar vill minnast tímamótanna með því að selja ykkur sérframleitt úrvals kaffi, sem getur ekki heitið annað en Sólarkaffi. Verður kaffið selt í verslun Samkaup Strax hér í bæ á föstudaginn 11. febrúar og laugardaginn 12. febrúar.  Er það ósk okkar að bæjarbúar taki vel á móti kaffinu okkar og eru tveir pakkar saman seldir á 2.000 kr. Kaffibaunirnar í þessa himnesku blöndu koma frá Eþíópíu og Colombíu.  Eþíópía er upprunaland kaffisins og er kaffið í Sólarkaffi Lions frá Sidamo sem er hérað í suður Eþíópíu.  Kaffið er mjög bragðmikið með seiðandi ávaxta-, berja- og súkkulaðikeim og er mjög eftirsótt af sælkerum.  Til að fullkomna þessa frábæru Sólarkaffiblöndu notum við sérvaldar baunir frá Colombíu, sem gefur blöndunni ilm og ferskleika.  Sólarkaffi Lions setur sólarbrag á hverja stund dagsins.Kæru bæjarbúar!Munið að tryggja ykkur Sólarkaffi Lions í Samkaupum á föstudaginn eða laugardaginn.  Athugið að svona sérstaklega gott kaffi er afar skemmtileg gjöf handa vinum eða tækifærisgjöf.Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.  

Jólatrésskemmtun lokið

Jólaballið var haldið 2. í jólum og aðsókn góð. Alls munu hafa verið um 150 manns á samkomunni. Fór skemmtunin hið besta fram. Jólasveinar voru átta og vantaði því bara einn upp á að þeir væru einn og átta. Einar Bragi og divurnar sáu um píanóleik og söng. Inga Svanbergs skveraði veitingar fram úr ermunum og Lionsmenn sáu um og önnuðust undirbúning og frágang, ásamt því að skaffa aðföng í formi ýmis konar góðgætis. Lionsmenn sem stóðu fyrir skemmtuninni að venju kunna þessum ágætu velunnurum félagsins og gestum bestu þakkir og bíða nú spenntir næstu jóla.

Klúbburinn minnir á jólatrésskemmtun á 2. í jólum sunnudaginn 26. des kl.15. Undirbúningur í Félagsheimilinu á jóladag kl.15.00

Ágætu félagsmenn í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Eins og þið vitið er jólatrésskemmtunin í ár sett á 2. í jólum kl.15.00. Þetta þýðir að undirbúningur þarf að fara fram á jóladag. Ákveðið hefur verið að hefja undirbúning kl.15.00 á jóladag. Er þetta gert til að félagarnir geti átt jóladagskvöld með fjölskyldum sínum.

Með jólakveðju frá

Skemmtinefnd


JÓLATRÉSSKEMMTUN

Jólatrésskemmtun barna verður í Herðubreið, sunnudaginn  26. desember, annan í jólum, kl. 15 til 17. Dagskrá:Sungin jólalög.Gengið í kringum jólatréð.Jólasveinar koma í heimsókn með gjafir, glens og gaman.Veitingar (Kaffi, kökur og gos). Aðgangseyrir aðeins kr. 500,- (frítt fyrir 2ja ára og yngri).  Skemmtinefnd Lionsklúbbs Seyðisfjarðar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar

Bloggsíðan er notuð sem heimasíða Lionsklúbbs Seyðisfjarðar. Meginflokkur er vitanlega félagslíf en þar sem sá flokkur er ekki til í fellivallista var valinn flokkurinn lífstíll þar sem Lionsmennska er í sjálfu sér lífstíll.

Höfundur

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar
Lionsklúbbur Seyðisfjarðar er einn af fjölda mörgum Lionsklúbbum á Íslandi sem hefur það markmið að þjóna öðrum. Leiðarljós hreyfingarinnar er á ensku: We Serve eða Við leggjum lið

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Inntaka.
  • Inntaka.
  • Inntaka. Nýir félagar og fl.
  • Móri kominn frá Spáni
  • Spekingar spjalla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband